Vatns- og varmadælukerfi

Það sem við byrjuðum að þreifa okkur áfram með fyrir rúmum 15 árum er nú orðin algeng lausn og æ fleiri hugsa sér til hreyfings í þeirri viðleitni að ná niður kyndikostnaði.

Hér fyrir neðan má sjá einfalda grunnmynd af aðferð sem er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem skortir gott neysluvatn.

Vatns- og varmadaelukerfi
Vatns- og varmadaelukerfi.

Við hjálpum til við alla þætti verkefna af þessu tagi, þar með talið:

  • Undirbúningsvinnu og hagkvæmniathuganir.
  • Staðarval borholu.
  • Boranir og mælingar á vatnsmagni og efnainnihaldi.
  • Hönnun og smíði varmadælu – eða innflutning, eftir atvikum.
  • Aðstoð við tengingar og gangsetningu.

Hafið samband og ræðum lausnir.

 

Vatns- og varmadælukerfi