Vel gengur í Vík

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal.

Ekki verður annað sagt en varmadælan við sundlaugina í Vík geri það gott. Vélin var upphaflega gangsett þann 5 febrúar 2015, en 20. apríl 2015 byrjuðum við að skrá uppsafnaðan sparnað. Við vitum að talningin er hárrétt en við u.þ.b. 524 þús kWh markið stoppar talningin og þarf þá að núllstilla teljarann og byrja upp á nýtt.

Þessi talningarbúnaður verður útfærður með öðrum hætti í næstu varmadælu, en við höfum ýmislegt lært með smíði þessarar dælu og annara véla.

Eftir sem áður höfum við fylgst náið með og er gaman að segja frá því, að í dag nam uppsafnaður sparnaður tímabilsins samtals 1.623.105 kWh.

Að teknu tilliti til meðalgildis varmastuðuls má einnig setja fyrirliggjandi upplýsingar fram með eftirfarandi hætti:

Framleidd varmaorka, þ.e. inn á hitunarkerfi skóla og sundlaugar 2.238.765 kWh (100%)
Aðkeypt raforka á varmadælu og borholudælu, samtals 615.660 kWh (27,5%)
Orkusparnaður (orka sem sótt er í 5,9°C borholuvatnið) 1.623.105 kWh (72,5%)
Vel gengur í Vík