Hagkvæmar framkvæmdir í Hvítársíðu

Borunarframkvæmdir við Kirkjuból í Hvítársíðu.
Borunarframkvæmdir við Kirkjuból í Hvítársíðu.

Alvarr ehf lauk nýlega við að bora 245 metra djúpa holu fyrir Ragnar Sigurðsson á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Töluvert magn af rúmlega 30°C heitu vatni fékkst úr holunni og næst verður ráðist í að smíða mun öflugri varmadælu en þá sem Alvarr smíðaði sumarið 2011.

Það er ánægjulegt að geta þess að varmadælan frá 2011 hefur framleitt heitt vatn á svo hagstæðu verði að ódýrustu hitaveitur landsins eru varla samkeppnisfærar við það. Varmastuðullinn er nálægt 6, sem þýðir að deila má með 6 í raforkuverðið. Segja má að viðhald og eftirlitskostnaður hafi verið á við núllpunkt hingað til, enda var vandað til við val á íhlutum og við smíði varmadælunnar. Borinn er nú kominn í Fljótstungu í Hvítársíðu þar sem næsta verkefni bíður.

 

Hagkvæmar framkvæmdir í Hvítársíðu