Alvarr ehf hefur tekur að sér sölu á Aermec loft-vatns varmadælum.
Aermec er gamalgróinn framleiðandi á loft-vatns varmadælum en NRK serian þeirra er hönnuð með stærri byggingar og norðlægar slóðir í huga. Vélarnar eru byggðar upp með þeim hætti að 2 til 4 Copeland pressum er raðað saman á tvær aðskildar kælirásir og vinna allar einingarnar saman þegar álag er mikið, en detta svo út ein af annari þegar álag minnkar.
Við höfum yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af loftvarmadælum, en þessar vélar myndum við staðsetja 10 til 20 metra frá húsvegg og byggja vandað vindskýli yfir vélina þar. Áætla má að orkusparnaður þessara véla liggi á bilinu 60 til 65% miðað við beina rafhitun, en það er háð staðsetningu á landinu og framrásarhita vatnsins.
Samstarfsaðili okkar í Svíþjóð er umboðsaðili fyrir Aermec á norðurlöndunum. Meðfylgjandi er bæklingur fyrir áhugasama, en upplýsingar um verð og fleira gefur Friðfinnur K. Daníelsson í síma 894 1624 eða á alvarr@alvarr.is.